Terms of Service

Með því að nota spjalleiginleika Google („þjónustan“) samþykkir þú og gengst undir þjónustuskilmála Google, persónuverndarstefnu Google og þessa viðbótarskilmála (nefndir í einu máli „þjónustuskilmálar“). Spjalleiginleikar notast við símanúmer og kunna því að þurfa að nýta þjónustu annarra símafyrirtækja til að ná sambandi við önnur símanúmer. Þú samþykkir að endrum og eins kann að fara fram athugun á því hvort tengiliðirnir þínir hafa yfir að ráða spjalleiginleikum sem eru samhæfir þjónustunni. Google kann endrum og eins að senda upplýsingar um tækið þitt, þar á meðal auðkenni tækis eða upplýsingar um SIM-kort, til símafyrirtækisins þíns til að staðfesta símanúmerið þitt og til að veita þjónustuna. Þessir þjónustuskilmálar eiga ekki við um eiginleika og þjónustu sem símafyrirtækið þitt býður upp á (t.d. símtöl og skilaboð í gegnum símafyrirtæki, þ.m.t. SMS/MMS o.s.frv.). Þú getur hætt að nota þjónustuna með því að slökkva á henni í stillingum skilaboðaforritsins.

Þjónustan er frá Jibe Mobile, Inc., dótturfyrirtæki Google LLC.