Þjónustuskilmálar RCS-spjalls

Með því að nota RCS-spjall frá Google samþykkirðu þjónustuskilmála Google, persónuverndarstefnu Google og þessa skilmála RCS-spjalls (nefndir einu nafni „þjónustuskilmálar“). RCS-spjall gerir þér kleift að senda skilaboð í símanúmer annarra. Þau fara þá í gegnum Google og í einhverjum tilvikum í gegnum aðra þjónustuaðila (s.s. símafyrirtæki eða önnur skilaboðaforrit) á leið sinni til viðkomandi símanúmera. Þú samþykkir að tækið þitt og tæki tengiliða þinna verði skoðuð af og til með tilliti til RCS-eiginleika til að tryggja að þú hafir aðgang að RCS-spjalli. Google kann endrum og eins að senda upplýsingar um tækið þitt (þar á meðal auðkenni tækis eða upplýsingar um SIM-kort) til símafyrirtækisins þíns til að staðfesta símanúmerið þitt (gjöld fyrir SMS kunna að eiga við) og til að veita RCS-spjall. Gagnanotkunargjöld kunna að verða innheimt í tengslum við notkun RCS-spjalls. Þessir þjónustuskilmálar eiga ekki við um neina eiginleika og þjónustur sem símafyrirtækið þitt býður upp á (t.d. símtöl og skilaboð í gegnum símafyrirtæki, þ.m.t. SMS og MMS). Þú getur hætt að nota RCS-spjall með því að slökkva á þessari stillingu í Messages frá Google.

Þjónustuveitandi og samningsaðili RCS-spjalls er Jibe Mobile, Inc., með aðsetur að 1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkjunum. Ef landskóði símanúmersins þíns er innan Evrópska efnahagssvæðisins eða í Sviss er Jibe Mobile Limited þjónustuveitandi og samningsaðili RCS-spjalls, með aðsetur að 70 Sir John Rogerson’s Quay, Dublin 2, Írlandi. Þessi samantekt skilmála gildir í slíkum tilfellum.